Veikindi hafa herjað litla Jón síðustu vikur sem hefur í för með sér mikið skrípógláp.
Þegar litli Jón vill bara vera í fanginu er gott að byrja á nýju hekli. Barnateppi varð fyrir valinu, uppskrift úr Þóru Heklbók sem kallast Bugða ömmuhekl. Debbie Bliss garn var valið sem keypt var í Storkinum fyrir löngu. Heklunál númer fimm var brúkuð.
Í dag var teppið þrifið og sett á ofninn til þerris. Beint í kjölfarið var einni óléttri afhentur poki með þessum hlýjindum sem munu hlýja lítinn kropp von bráðar.
Hér er teppið í allri sinni dýrð:
H.