föstudagur, 11. júlí 2014

Gjafatuskerí

Heklaðar eða prjónaðar tuskur eru eitthvað svo sykursætargjafir. Þetta eru "teppaferningar" úr Þóru Heklbók.








Litla aðstoðarkrílið
H.

fimmtudagur, 10. júlí 2014

Friðarliljan

Það kemur fyrir að Jón gleymi sér smá í því að vökva, en þessi er alltaf snögg að hressa sig við eftir að hafa fengið sér smá í kroppinn. Það liðu sirka 6 tímar þarna á milli. Jón elskar fyrir og eftir.


 Frekar þreytt og þyrst planta

Nokkrum tímum síðar aðeins hressari.
H.



mánudagur, 23. júní 2014

Grúskað í gömlum tíma



Uppskrift að húfu með áföstum tefli í Heimilistímanum í febrúar 1975. 


Í fyrsta tölublaði Hlínar árið 1957 má finna uppskrift að lambhúshettu í fullkominni stærð. 
Spennandi að komast að því hver hún er!


mánudagur, 16. júní 2014

Tuskur

Litríkar tuskur gera húsverkin aðeins skárri...




Þessir eru heklaðir á nál 4.5 og byrjað með 30 loftlykkjur. Mynstrið er einfalt og einhvern veginn svona:   
1. umf: 1 fastalykkja í 2. loftlykkju *1 loftlykkja, hoppað yfir eina loftlykkju og svo 1 fastalykkja* Endurtekið út umferð.
                    2. umf og áfram: *fastalykkja í loftlykkjugat, loftlykkja*    



Ekkert mál fyrir Jón!     


sunnudagur, 8. júní 2014

Febrúarafmæliskría

Það er búið að vera langt vetrarfrí hjá Jóni. Nú með voðalega lítið lækkandi sól förum við að setja inn hitt og þetta og margt frá því í vetur. Þessi Kría var gerð handa einni febrúarafmæliselsku. Einband og uppskrift í Þóru heklbók.





mánudagur, 2. júní 2014

föstudagur, 24. janúar 2014

Leitin að rétta kjólnum

Prjónakista jóns er djúp og breið. Kennir þar ýmissa grasa og nú kallar svört, fremur fíngerð
og mjúk merinóull á að hún verði eitthvað. Helst vildi hún verða kjóll og þá er farið á stjá. 

Grúskað og gramsað í leit að innblæstri. Sem er, gott ef ekki, fundinn:


Uppskrift að þessum fallega kjól er að finna í Heimilisblaðinu frá í mars 1958. Hann er sagður prjónaður á tuttugu og átta klukkustundum! Það er svo sannarlega vel af sér vikið!

Kannski verður tekið upp á því að mæla út tímafjöldann. 
Bíðið spennt!

I.