laugardagur, 14. desember 2013

Ullarpeysa

Þegar fyrsta frostið kom í haust var byrjað að prjóna þessa peysu á litla Jón. Farið var í 
gömlu lopa uppskriftirnar því þessi átti að verða þykk. Notaður var þrefaldur plötulopi og
 litir valdir úr því sem til var í lopakistunni. 
Það er oft sem að Jón lendir í vandræðum með þessar gömlu uppskriftir því stærðirnar
passa aldrei alveg fullkomnlega en uppskriftin sem valin var er fyrir átta ára en það sem 
kom af prjónunum var meira í áttina að stærð fyrir tveggja ára (sem var þó ætlunin). 
Mjúkt garn var notað í hálsmál og við hendur.

Þessar myndir eru eitthvað mis en þær fá að fylgja þrátt fyrir léleg símagæði og
myndatökur gerðar í flýti.











 
H.