miðvikudagur, 2. október 2013

Vettlingaveisla

Jón er orðinn nægilega vöðvaður þannig að markmið hans í meistaramánuði er aðeins að hreinsa til í garnskúffunum. Þá ku vera kjörið að smella í nokkra vettlinga. Á tíðum þykir vettlingagerðin hvimleið því þegar einn hrekkur af nálinni er annar eins eftir - og fyrir spunaprjónara sem eiga erfitt með að fara nákvæmlega eftir uppskriftum getur verið erfitt að muna þann fyrri. 


Uppgötvun haustsins er að hægt er að vinna tvo vettlinga jafnóðum. Ótrúlegt alveg hreint! 
Barnavettlingar úr Maríu heklbók og hinir úr Þóru. 


Bara eftir að ganga frá endum!


Ciao!