mánudagur, 23. júní 2014

Grúskað í gömlum tíma



Uppskrift að húfu með áföstum tefli í Heimilistímanum í febrúar 1975. 


Í fyrsta tölublaði Hlínar árið 1957 má finna uppskrift að lambhúshettu í fullkominni stærð. 
Spennandi að komast að því hver hún er!


mánudagur, 16. júní 2014

Tuskur

Litríkar tuskur gera húsverkin aðeins skárri...




Þessir eru heklaðir á nál 4.5 og byrjað með 30 loftlykkjur. Mynstrið er einfalt og einhvern veginn svona:   
1. umf: 1 fastalykkja í 2. loftlykkju *1 loftlykkja, hoppað yfir eina loftlykkju og svo 1 fastalykkja* Endurtekið út umferð.
                    2. umf og áfram: *fastalykkja í loftlykkjugat, loftlykkja*    



Ekkert mál fyrir Jón!     


sunnudagur, 8. júní 2014

Febrúarafmæliskría

Það er búið að vera langt vetrarfrí hjá Jóni. Nú með voðalega lítið lækkandi sól förum við að setja inn hitt og þetta og margt frá því í vetur. Þessi Kría var gerð handa einni febrúarafmæliselsku. Einband og uppskrift í Þóru heklbók.





mánudagur, 2. júní 2014