mánudagur, 30. september 2013

Rauðar rófur / bleikar beður

Haustsúpa í haustlitum úr næstum öllu sem var til í ísskápnum: 
rauðrófur / rófur / laukur / hvítlaukur / græn epli / kókosmjólk / cummin
...og kannski eitthvað fleira


Græni tómaturinn er eina uppskera öfgakenndrar tómatplöntu sem óx og óx og óx.


Uppvaskið er mun ágætara og unaðslegra við að finna lyktina af gómsætu hjartafóðri malla í potti


...hlustandi á annars konar hjartafóður


Bon appétit!




föstudagur, 27. september 2013

Handverkskunst í Góða hirðinum

Skemmtileg færsla á blogginu hanverkskunst þar sem farið var í Góða hirðirinn og teknar myndir af handverki sem þar er að finna. Þessi færsla handverkskúnst fellur í góðan jarðveg Jóns. Smellið á myndirnar til að sjá alla þessa fallegu mynda sýningu úr Góða hirðinum.

Nokkur dæmi fengið að láni af síðunni:




fimmtudagur, 26. september 2013

Falleg hangandi blóm

Það væri meiriháttar að hanga með þessum blómum.



Hægt er að skoða þessi fallegu blómahengi og fleira hér.
H.

þriðjudagur, 24. september 2013

Kolkrabbalingur Ungbarnaslefson

Fátt er dásamlegra en ný börn sem eru ennþá pínulítið loðin og krumpuð og rauð. 
Eitt slíkt fékk að gjöf heklaðan kolkrabba sem óskaði sér heitast af öllu að dýfa sér á 
kaf í ungbarnaslefdjúp og vefja sér um agnarsmáa fingur. 




Honum varð að ósk sinni. Þeir eru nú mestu mátar.





Uppskriftina má finna á síðu dansks kolkrabbahóps sem heklar kolkrabba 
fyrir litla unga: http://www.spruttegruppen.dk/. Einkar fallegt framtak... 

 ...og frábær sængurgjöf sem gaman er að hekla.







þriðjudagur, 17. september 2013

Meira míni fyrir mínifólkið

Eins og sú endæmis mikla snilld sem þessi eldavél er þá fannst önnur hugmynd að því hvernig hægt er að gera eldhús fyrir litla fólkið. Það fannst á því sniðuga bloggi Birdie and Bear. Það ætti ekki að vera mikið mál að redda sér pappa til að gera eitthvað svona sniðugt.

H.

sunnudagur, 15. september 2013

Líf í tuskunum II

Eftir að fyrri Líf í tuskunum færsla var birt hér á síðunni fyrir stuttu
 var strax hafist handa við fyrstu tuskuna.




Þegar henni var lokið datt áhuginn niður því klaufaleg þótti prjónanda hún. 
En eftir nokkra snúninga í þvottavélinni og veru á eldhúsvaskinum 
vaknaði áhuginn á ný og farið var á stað í tusku númer tvö.



Sátt ríkir með nýjar tuskur.

Og hér eru þær þvegnar, sameinaðar og notaðar:





En sú gleði sem litríkar tuskur gefa heimilislífinu.



H.

miðvikudagur, 11. september 2013

Fingra hlýindi

Þæfðir vettlingar urðu til fyrir afmælisdreng um helgina. Þrefaldur plötulopi. 
Prjónar nr. 6 og 7. Uppskrift úr Vettlingar og fleira, bls. 42.





 Drengurinn var mjög sáttur við sitt.


 Væntanlegir fiskar í snjónum í vetur.
H.

þriðjudagur, 10. september 2013

Dúllaðar ömmur

Milljón dokkur eða svo af kambgarni í litum allskonar. Ótaldar ömmudúllur.
Ómæld þolinmæði. Harðsperrur á ólíklegustu stöðum. Elskað og hatað til skiptis.






Vermir nú kroppa fjögurra karlmanna á ýmsum aldri, einnar konu og kisulings.

Í.

sunnudagur, 8. september 2013

Pappírsnammi

Það má finna á internetinu heimasíðu þar sem ein afar skapandi kona raðar 
niður hugmyndum fyrir okkur hin. Myndin hér að neðan er úr einni færslu á 
síðunni hennar sem vakti áhuga.

Smellið á myndina til að fara á færsluna sem um ræðir. 

Möguleikarnir eru svo margir, hægt væri til dæmis að gera eitthvað annað en ávexti 
í þessum stíl. Láta þetta liggja svona á hillu eða binda band á milli og hengja í 
glugga eða á vegg, raða saman í myndaramma, nota sem einnota 
glasamottur... Þetta er einfalt og skemmtilegt að gera - það sem krefst ekki of mikilla 
hugsana er gott. Gæti flokkast undir heilandi skraut í stað hugarangurs skrauts. 
 H.

Sunnudaxvínjetta


Í.

fimmtudagur, 5. september 2013

Ó María Heklbók

Í heklvöðvaðar hendur vor er komin önnur heklbók hinnar stórkostlega hæfileikaríku 
Tinnu Þórudóttur Þorvaldar sem beðið hefur verið ó svo lengi eftir.


Stútfull af ómótstæðilegum uppskriftum sem kitla handakrikana 
og tæla heklunálarnar úr fylgsnum sínum. 


Bómull sem fannst í Góða og Laufadrottningin verða ábyggilega gæfuríkt par sem
 mun halda undir rósótta tebolla, kökudiska og marsipankræsingar.


Gul er sólin og jafnvel þetta sjal líka?
H.

miðvikudagur, 4. september 2013

Smáhlutir í smákökubúð

Rambað og þambað í bretónskri stórborg. Vetur eða kannski ennþá haust.
Þar sem allir þekkja nafn þitt og eru glaðir að þú ert mættur.


Þar sem magi, munnur og augu fá staðgóða næringu. 
Og fingrum er vafið í garn sem passar við bollana.


Heklað af ást og gleði við fagnaðarfundi.
 Með mettan sushi maga og höfuð fullt af salti.


Skjaldbakan og glasamotturnar fengu framtíðarheimili á Epicerie et petit gâteaux


Skjaldbakan var skálduð en uppskrift að glasamottunum má finna hér!

Skál!


Í.