þriðjudagur, 24. september 2013

Kolkrabbalingur Ungbarnaslefson

Fátt er dásamlegra en ný börn sem eru ennþá pínulítið loðin og krumpuð og rauð. 
Eitt slíkt fékk að gjöf heklaðan kolkrabba sem óskaði sér heitast af öllu að dýfa sér á 
kaf í ungbarnaslefdjúp og vefja sér um agnarsmáa fingur. 




Honum varð að ósk sinni. Þeir eru nú mestu mátar.





Uppskriftina má finna á síðu dansks kolkrabbahóps sem heklar kolkrabba 
fyrir litla unga: http://www.spruttegruppen.dk/. Einkar fallegt framtak... 

 ...og frábær sængurgjöf sem gaman er að hekla.