mánudagur, 28. október 2013

Plöntusnúningur


Það er hægt að læra ýmislegt af plöntum - til dæmis að reyna alltaf eftir fremsta megni að teygja sig  í átt að birtunni hvar sem maður er staddur í lífinu. 
H.

fimmtudagur, 17. október 2013

Draumur í peysuformi

Þessi peysa er föst í huga Jóns.

Uppskrift mun verða keypt og stuttu síðar verður þessi peysa í kjöltunni.
H.

laugardagur, 5. október 2013

Gólfmottur

Veturinn er kominn. Frost var í nótt sem leiddi til þess að maður þurfti að skafa rúður bílsins sem leiddi til kaldra fingra. 


Sem leiðir hugann að köldum tásum. Á veturna getur verið gott að eiga góða gólfmottu. Fyrir skömmu var farin sérferð í Góða til að finna efni til að rífa niður til að hekla stóra mottu.

Þetta eru efnisbútar sem keyptir voru.

Og fyrir stjórnlausa lukku var þessi gólfmotta hér fyirr neðan á spottprís og hefur hlýjað litlar og stórar fætur í kuldanum.


H.

miðvikudagur, 2. október 2013

Vettlingaveisla

Jón er orðinn nægilega vöðvaður þannig að markmið hans í meistaramánuði er aðeins að hreinsa til í garnskúffunum. Þá ku vera kjörið að smella í nokkra vettlinga. Á tíðum þykir vettlingagerðin hvimleið því þegar einn hrekkur af nálinni er annar eins eftir - og fyrir spunaprjónara sem eiga erfitt með að fara nákvæmlega eftir uppskriftum getur verið erfitt að muna þann fyrri. 


Uppgötvun haustsins er að hægt er að vinna tvo vettlinga jafnóðum. Ótrúlegt alveg hreint! 
Barnavettlingar úr Maríu heklbók og hinir úr Þóru. 


Bara eftir að ganga frá endum!


Ciao!