laugardagur, 14. desember 2013

Ullarpeysa

Þegar fyrsta frostið kom í haust var byrjað að prjóna þessa peysu á litla Jón. Farið var í 
gömlu lopa uppskriftirnar því þessi átti að verða þykk. Notaður var þrefaldur plötulopi og
 litir valdir úr því sem til var í lopakistunni. 
Það er oft sem að Jón lendir í vandræðum með þessar gömlu uppskriftir því stærðirnar
passa aldrei alveg fullkomnlega en uppskriftin sem valin var er fyrir átta ára en það sem 
kom af prjónunum var meira í áttina að stærð fyrir tveggja ára (sem var þó ætlunin). 
Mjúkt garn var notað í hálsmál og við hendur.

Þessar myndir eru eitthvað mis en þær fá að fylgja þrátt fyrir léleg símagæði og
myndatökur gerðar í flýti.











 
H.

föstudagur, 13. desember 2013

Margskonar sokkar

Sokkar eru falleg gjöf og þá sérstaklega vegna þess að þeir hlýja á manni fæturnar 
- því kaldir fætur er eitthvað sem flestir kjósa að forðast. 
Það hafa margir sokkar orðið á vegi Jóns á internetinu og hér eru nokkrir af þeim. 
Ef smellt er á myndirnar þá farið þið inn á síðurnar þar sem þær eiga heima.

http://www.eilentein.com/2013/11/marisukat.html

http://eccentricwildchild.tumblr.com/

http://kotipalapeli.blogspot.com/

http://media-cache-ec0.pinimg.com/originals/33/74/72/337472801e5e0e9bf83c038bad140632.jpg

http://media-cache-ak0.pinimg.com/originals/4b/1d/ee/4b1deeeb2791c5832b2b215b55e7801f.jpg

http://media-cache-ec0.pinimg.com/originals/33/74/72/337472801e5e0e9bf83c038bad140632.jpg


http://wheretoget.it/look/188311


http://www.pinterest.com/pin/251568329158923539/


H.

miðvikudagur, 27. nóvember 2013

Lopateppi

Hér eru tvö teppi sem voru gerð í fyrra en það ár var mikið herrans teppa ár. 


Bæði teppin eru úr Þóru Heklbók og gerð úr tvöföldum plötulopa.

Fyrra teppið er rúm/kerruteppi fyrir litla Jón en það síðara er sófateppi á heimili Jóns.
H.

sunnudagur, 17. nóvember 2013

Íslensk gjöf

Þessi peysa fór í póst í gær til Toronto.




Þetta er uppskrift úr nýlegri lopabók en munstrið er ööörlítið breytt. Síðan var sett mjúkt garn við stroffið á ermi og við hálsakot. 

Til viðbótar var ástarsaga sett með í pakkann.


Þessi bók er svo stórkostleg hér eru nokkrar myndir sem eru eitthvað svo hjartahlýjandi og fallegar.



H.


sunnudagur, 10. nóvember 2013

Bleikt

Veikindi hafa herjað litla Jón síðustu vikur sem hefur í för með sér mikið skrípógláp.


Þegar litli Jón vill bara vera í fanginu er gott að byrja á nýju hekli. Barnateppi varð fyrir valinu, uppskrift úr Þóru Heklbók sem kallast Bugða ömmuhekl. Debbie Bliss garn var valið sem keypt var í Storkinum fyrir löngu. Heklunál númer fimm var brúkuð. 



Í dag var teppið þrifið og sett á ofninn til þerris. Beint í kjölfarið var einni óléttri afhentur poki með þessum hlýjindum sem munu hlýja lítinn kropp von bráðar. 




Hér er teppið í allri sinni dýrð:



H.


laugardagur, 2. nóvember 2013

Blámánakjáni

Elskulegur lopinn er svo skemmtilegur. 
Hann býður upp á ótal litasamsetningar sem gaman er að prófa sig áfram með. 


Miðnæturblár plötulopi, tvöfaldur og himinblátt einband lenti í þessari peysu, sem jón prjónaði uppúr sér og gleymdi, eins og von var og vísa, að skrá niður lykkjufjölda og þess háttar praktísk atriði.



Víðar ermar, víður búkur, vítt hálsmál.
Laskaermar og tilbrigði við perluprjón: 
1. umf: sl br sl br sl br ....
2. umf: sl br sl br sl br ....
3. umf: allt sl ...................
4. umf: br sl br sl br sl ....
5. umf: br sl br sl br sl ....
6. umf: allt sl ...................
o.s.frv ...


Ta da! Gott yfir allt!


I.

Frjálst og flippað

Fallegt fyrir afgangana sem hafa hrannast upp í gegnum tíðina!


Í bókinni Made by Hand eftir Lenu Corwin

mánudagur, 28. október 2013

Plöntusnúningur


Það er hægt að læra ýmislegt af plöntum - til dæmis að reyna alltaf eftir fremsta megni að teygja sig  í átt að birtunni hvar sem maður er staddur í lífinu. 
H.

fimmtudagur, 17. október 2013

Draumur í peysuformi

Þessi peysa er föst í huga Jóns.

Uppskrift mun verða keypt og stuttu síðar verður þessi peysa í kjöltunni.
H.

laugardagur, 5. október 2013

Gólfmottur

Veturinn er kominn. Frost var í nótt sem leiddi til þess að maður þurfti að skafa rúður bílsins sem leiddi til kaldra fingra. 


Sem leiðir hugann að köldum tásum. Á veturna getur verið gott að eiga góða gólfmottu. Fyrir skömmu var farin sérferð í Góða til að finna efni til að rífa niður til að hekla stóra mottu.

Þetta eru efnisbútar sem keyptir voru.

Og fyrir stjórnlausa lukku var þessi gólfmotta hér fyirr neðan á spottprís og hefur hlýjað litlar og stórar fætur í kuldanum.


H.

miðvikudagur, 2. október 2013

Vettlingaveisla

Jón er orðinn nægilega vöðvaður þannig að markmið hans í meistaramánuði er aðeins að hreinsa til í garnskúffunum. Þá ku vera kjörið að smella í nokkra vettlinga. Á tíðum þykir vettlingagerðin hvimleið því þegar einn hrekkur af nálinni er annar eins eftir - og fyrir spunaprjónara sem eiga erfitt með að fara nákvæmlega eftir uppskriftum getur verið erfitt að muna þann fyrri. 


Uppgötvun haustsins er að hægt er að vinna tvo vettlinga jafnóðum. Ótrúlegt alveg hreint! 
Barnavettlingar úr Maríu heklbók og hinir úr Þóru. 


Bara eftir að ganga frá endum!


Ciao!

mánudagur, 30. september 2013

Rauðar rófur / bleikar beður

Haustsúpa í haustlitum úr næstum öllu sem var til í ísskápnum: 
rauðrófur / rófur / laukur / hvítlaukur / græn epli / kókosmjólk / cummin
...og kannski eitthvað fleira


Græni tómaturinn er eina uppskera öfgakenndrar tómatplöntu sem óx og óx og óx.


Uppvaskið er mun ágætara og unaðslegra við að finna lyktina af gómsætu hjartafóðri malla í potti


...hlustandi á annars konar hjartafóður


Bon appétit!




föstudagur, 27. september 2013

Handverkskunst í Góða hirðinum

Skemmtileg færsla á blogginu hanverkskunst þar sem farið var í Góða hirðirinn og teknar myndir af handverki sem þar er að finna. Þessi færsla handverkskúnst fellur í góðan jarðveg Jóns. Smellið á myndirnar til að sjá alla þessa fallegu mynda sýningu úr Góða hirðinum.

Nokkur dæmi fengið að láni af síðunni: