laugardagur, 2. nóvember 2013

Blámánakjáni

Elskulegur lopinn er svo skemmtilegur. 
Hann býður upp á ótal litasamsetningar sem gaman er að prófa sig áfram með. 


Miðnæturblár plötulopi, tvöfaldur og himinblátt einband lenti í þessari peysu, sem jón prjónaði uppúr sér og gleymdi, eins og von var og vísa, að skrá niður lykkjufjölda og þess háttar praktísk atriði.



Víðar ermar, víður búkur, vítt hálsmál.
Laskaermar og tilbrigði við perluprjón: 
1. umf: sl br sl br sl br ....
2. umf: sl br sl br sl br ....
3. umf: allt sl ...................
4. umf: br sl br sl br sl ....
5. umf: br sl br sl br sl ....
6. umf: allt sl ...................
o.s.frv ...


Ta da! Gott yfir allt!


I.