miðvikudagur, 4. september 2013

Smáhlutir í smákökubúð

Rambað og þambað í bretónskri stórborg. Vetur eða kannski ennþá haust.
Þar sem allir þekkja nafn þitt og eru glaðir að þú ert mættur.


Þar sem magi, munnur og augu fá staðgóða næringu. 
Og fingrum er vafið í garn sem passar við bollana.


Heklað af ást og gleði við fagnaðarfundi.
 Með mettan sushi maga og höfuð fullt af salti.


Skjaldbakan og glasamotturnar fengu framtíðarheimili á Epicerie et petit gâteaux


Skjaldbakan var skálduð en uppskrift að glasamottunum má finna hér!

Skál!


Í.