Það má finna á internetinu heimasíðu þar sem ein afar skapandi kona raðar
niður hugmyndum fyrir okkur hin. Myndin hér að neðan er úr einni færslu á
síðunni hennar sem vakti áhuga.
Smellið á myndina til að fara á færsluna sem um ræðir.
Möguleikarnir eru svo margir, hægt væri til dæmis að gera eitthvað annað en ávexti
í þessum stíl. Láta þetta liggja svona á hillu eða binda band á milli og hengja í
glugga eða á vegg, raða saman í myndaramma, nota sem einnota
glasamottur... Þetta er einfalt og skemmtilegt að gera - það sem krefst ekki of mikilla
hugsana er gott. Gæti flokkast undir heilandi skraut í stað hugarangurs skrauts.
H.