Prjónakista jóns er djúp og breið. Kennir þar ýmissa grasa og nú kallar svört, fremur fíngerð
og mjúk merinóull á að hún verði eitthvað. Helst vildi hún verða kjóll og þá er farið á stjá.
og mjúk merinóull á að hún verði eitthvað. Helst vildi hún verða kjóll og þá er farið á stjá.
Grúskað og gramsað í leit að innblæstri. Sem er, gott ef ekki, fundinn:
Uppskrift að þessum fallega kjól er að finna í Heimilisblaðinu frá í mars 1958. Hann er sagður prjónaður á tuttugu og átta klukkustundum! Það er svo sannarlega vel af sér vikið!
Kannski verður tekið upp á því að mæla út tímafjöldann.
Bíðið spennt!
I.