miðvikudagur, 27. nóvember 2013

Lopateppi

Hér eru tvö teppi sem voru gerð í fyrra en það ár var mikið herrans teppa ár. 


Bæði teppin eru úr Þóru Heklbók og gerð úr tvöföldum plötulopa.

Fyrra teppið er rúm/kerruteppi fyrir litla Jón en það síðara er sófateppi á heimili Jóns.
H.

sunnudagur, 17. nóvember 2013

Íslensk gjöf

Þessi peysa fór í póst í gær til Toronto.




Þetta er uppskrift úr nýlegri lopabók en munstrið er ööörlítið breytt. Síðan var sett mjúkt garn við stroffið á ermi og við hálsakot. 

Til viðbótar var ástarsaga sett með í pakkann.


Þessi bók er svo stórkostleg hér eru nokkrar myndir sem eru eitthvað svo hjartahlýjandi og fallegar.



H.


sunnudagur, 10. nóvember 2013

Bleikt

Veikindi hafa herjað litla Jón síðustu vikur sem hefur í för með sér mikið skrípógláp.


Þegar litli Jón vill bara vera í fanginu er gott að byrja á nýju hekli. Barnateppi varð fyrir valinu, uppskrift úr Þóru Heklbók sem kallast Bugða ömmuhekl. Debbie Bliss garn var valið sem keypt var í Storkinum fyrir löngu. Heklunál númer fimm var brúkuð. 



Í dag var teppið þrifið og sett á ofninn til þerris. Beint í kjölfarið var einni óléttri afhentur poki með þessum hlýjindum sem munu hlýja lítinn kropp von bráðar. 




Hér er teppið í allri sinni dýrð:



H.


laugardagur, 2. nóvember 2013

Blámánakjáni

Elskulegur lopinn er svo skemmtilegur. 
Hann býður upp á ótal litasamsetningar sem gaman er að prófa sig áfram með. 


Miðnæturblár plötulopi, tvöfaldur og himinblátt einband lenti í þessari peysu, sem jón prjónaði uppúr sér og gleymdi, eins og von var og vísa, að skrá niður lykkjufjölda og þess háttar praktísk atriði.



Víðar ermar, víður búkur, vítt hálsmál.
Laskaermar og tilbrigði við perluprjón: 
1. umf: sl br sl br sl br ....
2. umf: sl br sl br sl br ....
3. umf: allt sl ...................
4. umf: br sl br sl br sl ....
5. umf: br sl br sl br sl ....
6. umf: allt sl ...................
o.s.frv ...


Ta da! Gott yfir allt!


I.

Frjálst og flippað

Fallegt fyrir afgangana sem hafa hrannast upp í gegnum tíðina!


Í bókinni Made by Hand eftir Lenu Corwin