þriðjudagur, 27. ágúst 2013

Gulur og grænn

Heklað í gamalli rútu með fallegt fyrir augum. 


Þokufullur regnslitringur. Hraun. Mosi. Él. Svo kom smá sól.


Heklað en engin Hekla. Kría. Varða.


Litspírasjón.


Í.

fimmtudagur, 22. ágúst 2013

Hjónateppi

Ölduteppi úr Þóru heklbók var gert fyrir kæra vini sem ákváðu að fagna ástinni síðastliðna helgi.


Heklunál nr. 9. Léttlopi. Afgangar. Mikil ást. 

þriðjudagur, 20. ágúst 2013

Eldhússögur.



Kassadama. Kaffibarþjónn. Kokkur. Blómarós.


Gamalt náttborð úr ikea. Sög. Málning. Hnúðar. Skrúfur. Koksgráir korkplattar. 


...og að sjálfsögðu heklaður poki fyrir matvæli - eða kubba.


Bon appétit!

Í.

laugardagur, 17. ágúst 2013

Partýplönturnar á skattholinu



Peningaplöntuafleggjarinn tekur upp á ýmsu, fer sínar eigin leiðir og vex í allar áttir.
Hann syngur ef til vill þetta lag í hljóði, daginn út og inn:


Gúmmíplantan hlustar á af ákafa en fígus-græðlingurinn snýr sér undan í ofboði. 
Hann var í meira stuði fyrir Beethoven Sónötu no. 8.


Sé ólíkum tónlistarsmekk ýtt til hliðar þá eiga þær allar sama draum; 
að vera syngjandi sælar hljómsveitaplöntur. Eins og systur þeirra í Akousmaflore:


Rave on!


Í.

föstudagur, 16. ágúst 2013

Baðherbergisdúll

Skáldaður poki fyrir bómul, úr bómul, og smáhandklæði fyrir handþvottinn






Greyin höfðu legið ofan í skúffu í marga mánuði með örfáa ófrágengna enda. 
Þeim var komið fyrir kattarnef á fáeinum mínútum nú í eftirmiðdaginn.


Ljósblá, ljúf og lífræn bómul frá Rowan og aðeins meira töff bómull úr gömlum gallabuxum frá Lang.

Í.

miðvikudagur, 14. ágúst 2013

Líf í tuskunum

Purlbee er mjög sniðug síða. Þessar einföldu tuskur 
(sem virka líka vel sem þvottapokar) eru næstar á dagskrá.


Þeir bjóða heldur betur upp á nýtingu afganga og eru þetta 
nokkrar hugmyndir sem gæti komið ágætlega út...






H.

þriðjudagur, 13. ágúst 2013

Tímafrekar tilraunir


Þeir eru margir metrarnir sem eru prjónaðir til þess eins að verða raktir upp. 





Krían var hekluð upp úr sjali og hálsskjólu sem uppfylltu ekki kröfur þá stundina. 

Í.

sunnudagur, 11. ágúst 2013

Jón er komin heim...


Hér verður bloggað um ýmis hugðarefni og hvunndagstýr. 
Mest verður um allskonar, handavinna í fyrirrúmi en stundum matur.
Allt unnið af fingrum fram.

Garðaprjónshúfa með dúsk. Dale garn. Byggð á gamlli uppskrift sem fannst á timarit.is




Kría úr Þóru heklbók. Sinnepsgul og silkimjúk Rowan ullar og bómullarblanda.



Hringsmekkur úr bómullarafgöngum. Þóra heklbók.




Pottaleppar úr blómum. Uppskrift hér.




Nokkrum sekúndum fyrir formlega opnun.


Fyrst rætt yfir kaffi og brauði úr gamla bakaríinu...



 ...og sett á legg með Xoriguer




Skál fyrir því!


Epli. Rabbabari. Ísafjörður.



Dýrindis epla- og rabbabarasafi með ögn af sætum vínberjum...


Reiðubúinn til að væta sætar kverkar...

...og myntan kallaði á okkur úr garðinum háum og tærum rómi og fékk að fljóta með í lokin


Gott. Skál!

 

í.h.